Vinnuhjálp
Vinnuhjálp veitir fræðslu og ráðgjöf varðandi mannauðsmál fyrir atvinnurekendur og einstaklinga.
Tilgangur Vinnuhjálpar er að styðja við atvinnurekendur og einstaklinga til að efla og styðja við jákvæða menningu á vinnustöðum með því að veita fræðslu og stuðning varðandi öll mannauðs- og launamál, sem og persónulegan stuðning til einstaklinga.
Vefur Vinnuhjálpar var opnaður á baráttudegi verkalýðsins, Sunnudaginn 1. maí 2022.
Þjónusta
Vinnuhjálp býður upp á ráðgjöf og stuðning til atvinnurekenda og einstaklinga varðandi mannauðsmá og persónulegan stuðning, ásamt margvíslegri fræðslu fyrir hópa og einstaklinga. Þjónusta Vinnuhjálpar er ekki tæmandi listi, en eftirfarandi gefur vonandi hugmynd um þá þjónustu sem boðið er upp á.
Öll nálgun og verkefni eru miðuð útfrá hverju tilviki fyrir sig, til dæmis er flesta fræðslu hægt að aðlaga að þörfum hvers og eins, hvort svo sem óskað sé eftir stað- eða fjarfræðslu, kynningu eða vinnustofu, fyrir einstaklinga eða hópa.
Hlutverk
Vinnuhjálp veitir fræðslu og stuðning til atvinnurekenda jafnt og einstaklinga.
Einstaklingar með þekkingu og færni á eigin mannauðsmálum eru sjálfstæðari, skilvirkari, og ánægðari sem starfsfólk. Atvinnurekendur munu upplifa jákvæðari menningu, skilvirkari vinnubrögð, og starfsfólk sem gefur margfalt tilbaka.
Framtíðarsýn
Vinnuhjálp vonast til að efla atvinnurekendur á vinnumarkaði við að hafa jákvæða vinnustaðamenningu og uppbyggjandi og eflandi starfsanda í fyrirrúmi.
Skilar þetta sér í framúrskarandi þjónustu og vörum, sem mun gera atvinnurekendur að eftirsóknarverðum þjónustuveitendum sem og vinnustöðum.
Gildi
Traust – Vinnuhjálp heitir að starfa af heiðarleika og hlutleysi gagnvart öllum skjólstæðingum og aðilum mála sem Vinnuhjálp kemur að.
Virðing – Vinnuhjálp kemur fram við alla skjólstæðinga og hlutaðeigandi af virðingu og nálgast hvern einstakling útfrá þeirra þörfum og aðstæðum.
Öryggi – Vinnuhjálp leitast eftir því að veita öryggi með þjónustu sinni, úrivnnslu gagna, og þeim verkferlum sem notast er við.
Fréttir
Misnotkun veikindaréttar á vinnumarkaði?
Þann 5. Júní 2024 kom út grein á visir.is þar sem rætt er meint misnotkun launtaka á veikindaréttind…
Af hverju er útspil SA um verkbann alvarlegt fyrir þig?
Fyrir Verkalýðshreyfinguna hafa síðustu dagar verið æsispennandi, streituvaldandi, tilfinningaþrungn…
ADHD ég og vinnumarkaðurinn
Fjölbreytileiki er mikið í umræðunni, og horfum við mikið á sjáanleg atriði sem hafa þarf í huga á v…
Stofnandi
Sunna Arnardóttir
Grunnur Sunnu liggur í B.Sc. í sálfræði þar sem hún aðhyllist atferlishyggju og hegðunarstjórnun, þar sem stuðningur við jákvæða hegðun er sú nálgun sem notast er við er kemur að samskiptum við einstaklinga eða hópa og úrvinnslu mála. Sunna er jafnframt með vottun sem mannauðsstjóri frá UCLA Ext. og með M.Sc. í Organizational behavior and talent management.
Sunna hefur unnið við mannauðsmál síðan 2009, og fengið þar reynslu á öllum sviðum mannauðsstarfa, allt frá hugbúnaðargerð og kerfisstjórnun mannauðskerfa, launavinnslu og kjaramál, ráðgjöf og stuðning til stjórnenda og almenns starfsfólk, úrvinnsla erfiðra mannauðsmála, ásamt öllum almennum verkefnum sem koma á borð mannauðssviðs. Frekari upplýsingar um reynslu má finna á LinkedIn síðu Sunnu.
Persónuleg gildi Sunnu eru:
Jákvæðni – Ástríða – Heilindi.