Skip to content

Vinnuhjálp

Fræðsla og ráðgjöf varðandi mannauðsmál fyrir atvinnurekendur og einstaklinga.

Þjónusta

Vinnuhjálp býður upp á ýmsa fræðslu og vinnustofur fyrir atvinnurekendur, hópa og einstaklinga, sem og ráðgjöf og stuðning varðandi mannauðsmál. Er óskað er eftir fræðslu, eða ef atvinnurekandi vill fá ráðgjöf/stuðning frá Vinnuhjálp, er óskað eftir því að haft sé samband í vinnuhjalp@vinnuhjalp.is fyrir frekari upplýsingar.

Einstaklingar geta skráð sig í öruggt þjónustukerfi KaraConnect og eftir að skráning fer fram í kerfinu, geta einstaklingar bókað sjálfir viðeigandi tíma.

Dæmi um þær þjónustur sem Vinnuhjálp býður upp á:

Fræðsla

Er erfitt að taka hrósi? Eða eru hrós frá þér að falla í grýttan jarðveg?
Lærðu að móttaka og veita hrós á skilvirkan máta sem allir skilja.
Hentugt fyrir saumaklúbbinn, starfsfólk, eða stjórnendahópinn.
Hrós
Móttaka og veiting
Kaffistofuspjallið og slúðrið snýst oft úr því að vera leið til að tengjast, yfir í að ræða neikvætt um aðila og aðstæður. Lærum að nýta slúðrið á uppbyggilegan og drífandi máta.
Hentar bæði á vinnustöðum og í vinahópinn.
Slúðrum til góðs –
Jákvætt slúður á vinnustað
Samskiptaörðugleikar eru oft grunnurinn að erfiðum aðstæðum á vinnustað, eða meðal hóp fólks. Við erum misjöfn eins og við erum mörg og því mikilvægt að læra að nálgast alla á þeirra grundvelli.
Hentar einstaklingum jafnt sem hópum.
Heilbrigðar
samskiptavenjur

Ráðgjöf og stuðningur – Atvinnurekendur

Ráðgjöf og stuðningur varðandi öll mannauðstengd mál, frá ráðningum, samningagerð, launavinnslu, samskipta milli starfsfólks og stjórnenda, til stuðnings við innleiðslu á fræðslu- og endurmenntunarstefnu.
Almenn
mannauðsmál
Neikvæð vinnustaðarmenning, gildi og hefðir, hefur gífurleg áhrif á allt starfsfólk og störf þeirra. Breyting þar á krefst úrvinnslu á aðstæðum, en aðallega samvinnu við allt starfsfólk og stjórnendur til jafns svo vel úr vinnist, ásamt skilvirkri eftirfylgni við alla hlutaðeigandi.
Breytingastjórnun v/
vinnustaðarmenningar
Deilumál eru misjöfn, úrlausnir persónubundnar og því mikilvægt að nálgun sé útfrá öllum aðilum máls, og er því mikilvægt að þétt eftirfylgni og stuðningur til allra aðila fylgi eftir úrlausn mála.
Deilumál:
Úrlausnir og eftirvinnsla

Ráðgjöf og stuðningur – Einstaklingar/hópar

Oft er erfitt að ganga aftur inn í aðstæður sem erfiðar þóttu, þrátt fyrir að úrlausn hafi náðst á málunum og því nú talið lokið. Vinnuhjálp veitir stuðning til einstaklinga við úrvinnslu og eftirvinnu eftir sáttamiðlanir, sem og við úrkomu til vinnu eftir erfiðar aðstæður.
Eftirfylgni sáttamiðlunar eða
Endurkoma til vinnu
Okkar stærsta hindrun erum við sjálf, hugsanir okkar eða vöntun á umhyggju gagnvart sjálfinu. Vinnuhjálp veitir einstaklingsbundinn stuðning og ráðgjöf varðandi breytta nálgun á því hvernig við hugsum um eða komum fram við okkur sjálf.
Hugarfarsþjálfun eða
Sjálfsumhyggja
Hvert stefnir þú í lífinu, eða á vinnumarkaði? Hefur þú öll skref og áætlun fyrir næstu árum á hreinu? Ertu með hugmynd um hvert þú stefnir, eða hefur þú alveg týnst á leiðinni?
Sama hver staðan er, veitir Vinnuhjálp þér stuðning.
Persónuleg stefnumótun eða
starfsþróun

Fréttir

10 atriði sem munu efla lund á vinnustaðnum yfir hátíðirnar

Nú er tímabil hátíða að fara á fullt hjá okkur lang flestum og atvinnurekendur nú á fullu að skipule…

Sviptingar gegn ofbeldismenningu á vinnumarkaði

Þriðjudaginn 17. Október 2023 komu út tvær ótengdar fréttir á visir.is, sem báðar fjölluðu um þá eit…

Hvernig eru heilbrigð samskipti á vinnustað? – Fyrirlestur

Stofnandi Vinnuhjálpar, Sunna Arnardóttir, heldur fyrirlestur um hvernig heilbrigð samskipti eigi að…

Um Vinnuhjálp

Vefur Vinnuhjálpar var opnaður á baráttudegi verkalýðsins, Sunnudaginn 1. maí 2022.

Vantar aðstoð varðandi mannauðstengd mál?

Ekki hika við að hafa samband varðandi málið, eða til að óska eftir tilboði í fræðslu.