Skip to content

Hvernig eru heilbrigð samskipti á vinnustað? – Fyrirlestur

Stofnandi Vinnuhjálpar, Sunna Arnardóttir, heldur fyrirlestur um hvernig heilbrigð samskipti eigi að vera á vinnustað hjá Dokkunni þann 27.09.2023 frá 09:00-09:45.

Samskipti og samskiptahæfileikar eru ekki eiginleikar sem fólk fæðist með, heldur eru lærðir. Því er samskiptahæfni jafn misjöfn og við erum mörg. Á Dokkufundinum verður fjallað um mismunandi tegundir af samskiptum. Einnig verður farið yfir hvernig hægt er að haga samskiptum á markvissan hátt til að nálgast sem flesta og stuðla þannig að heilbrigðum samskiptum á vinnustað.

Skráning á fyrirlesturinn fer fram á heimasíðu Dokkunar, hér.

Fyrirlesturinn verður haldinn á íslensku.